Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2015 19:40
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeildin: Guðbjörg og stöllur hennar úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frankfurt 0-2 Lilleström (Samanlagt 2-2)
0-1 Emma Lund (´12)
0-2 Marita Lund (´71)
Frankfurt vann eftir vítaspyrnukeppni

Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Lilleström í kvöld þegar liðið sótti Frankfurt heim í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Norska liðsins beið verðugt verkefni í Þýskalandi þar sem fyrri leikurinn tapaðist 2-0 í Noregi en þá var Guðbjörg fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Lilleström tókst að knýja fram framlengingu með því að vinna 2-0 sigur. Ekkert mark var skorað í framlengingunni en þýska liðið sótti án afláts án þess að finna leiðina fram hjá Guðbjörgu í markinu.

Í vítaspyrnukeppninni reyndust heimakonur sterkari. Þær nýttu allar sínar spyrnur en hinni hollensku, Sherida Spitse, brást bogalistin í síðustu spyrnu Lilleström.

Guðbjörg hefur gefið það út að hún muni ekki framlengja samning sinn við norska liðið en ljóst er að hún mun ekki eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt lið.
Athugasemdir
banner
banner