mið 18. nóvember 2015 19:00
Arnar Geir Halldórsson
Myndband: Neymar reyndi að gefa dómaranum treyjuna
Neymar í útistöðum
Neymar í útistöðum
Mynd: Getty Images
Skondið atvik átti sér stað eftir leik Brasilíu og Perú í undankeppni HM 2018 í gærkvöldi þegar leikmenn voru að þakka dómarateyminu fyrir leikinn.

Brasilíska ofurstjarnan Neymar bauð þá dómaranum, hinum kólumbíska Hernando Buitrago, að eiga treyjuna sína en dómarinn afþakkaði pent.

Buitrago gaf Neymar gult spjald eftir tæplega hálftíma leik en óvíst er hvað Neymar gekk til með að ætla að gefa dómaranum treyjuna.

Brasilía vann leikinn með þrem mörkum gegn engu þar sem þeir Douglas Costa, Renato Augusto og Filipe Luis voru á skotskónum.

Brasilía er því með sjö stig eftir fjórar umferðir en Perú er með þrjú stig eftir að hafa unnið Paragvæ um síðustu helgi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner