Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2015 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar eldri vill fara: Vil ekki nota orðið nornaveiðar
Neymar yngri og Lionel Messi fagna marki.
Neymar yngri og Lionel Messi fagna marki.
Mynd: Getty Images
Neymar eldri segir sig og son sinn ekki vilja vera mikið lengur á Spáni ef skattyfirvöld halda áfram að vera þeim til vandræða.

Neymar feðgarnir hafa legið undir rannsókn af yfirvöldum bæði á Spáni og í Brasilíu síðustu ár og eru taldir skulda skattinum tugi milljóna punda.

Fryst var hluta eigna Neymar í Brasilíu sem eru rúmlega 30 milljón punda virði

„Við erum undir árásum frá spænsku skattyfirvöldunum, ef við getum ekki unnið á Spáni þá verðum við að yfirgefa þetta land," sagði Neymar eldri við spænsku útvarpsstöðina Cadena Ser.

„Við erum í samningsviðræðum við Barcelona en höfum áhyggjur af ástandinu, við getum ekki haldið áfram með alla þessa óvissu í kringum skattamálin. Við vitum ekki hvort við séum að gera þetta rétt eða ekki, við erum undir stöðugum árásum bæði á Spáni og í Brasilíu.

„Ég vil ekki nota orðið „nornaveiðar'' en við getum ekki lifað með þessu mikið lengur."

Athugasemdir
banner