banner
   mið 18. nóvember 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Rooney: Erfiður leikur fyrir alla
Rooney og Laurent Koscielny takast í hendur að leik loknum. Í bakgrunni er Lassana Diarra, sem missti frænku sína í árásunum á Parísarborg.
Rooney og Laurent Koscielny takast í hendur að leik loknum. Í bakgrunni er Lassana Diarra, sem missti frænku sína í árásunum á Parísarborg.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, framherji enska landsliðsins, viðurkennir að andrúmsloftið hafi gert leikmönnum erfitt fyrir í 2-0 sigri Englands gegn Frakklandi í vináttuleik á Wembley í gær.

Leikurinn var haldinn í skugga hörmulegra hryðjuverkaárása sem skóku Parísarborg fyrir helgi og var samheldnin á Wembley leikvangnum, sem litaður var frönsku fánalitunum, hreint út sagt mögnuð.

„Þetta var alltaf að fara að verða erfitt kvöld fyrir alla viðkomandi, sérstaklega frönsku leikmennina og starfsfólkið," sagði Rooney eftir leikinn.

„Fyrir okkur sjálfa var það erfitt að taka þátt í þessu. Ungu strákarnir voru spenntir en þetta var erfiður leikur fyrir þá. En mér fannst bæði lið höndla þetta frábærlega."

„Stuðningsmennirnir voru frábærir. Þetta verður sýnt um allan heim og mun sýna samheldni. Fótbolti er alþjóðlegur leikur og eins og Didier Deschamps sagði í gær, þá snýst þetta ekki um trú eða kynþátt. Við þurfum öll að standa saman á þessum erfiðu tímum."


Hér að neðan má sjá myndband af því þegar allur Wembley tók undir með franska þjóðsöngnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner