mið 18. nóvember 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ari Björnsson í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Stefán Ari Björnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu. Stefán Ari kemur frá HK en hann er fæddur 1995.

Stefán Ari hefur spilað þrjá meistaraflokksleiki með Ými og tvo með HK en hann hefur einnig verið á mála hjá Fylki og Fram.

Knattspyrnudeild Gróttu býður Stefán Ara velkominn í hópinn," segir í tilkynningu félagsins.

Á myndinni eru (frá vinstri): Úlfur Blandon, þjálfari Gróttu, Stefán Ari Björnsson og Hilmar S. Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner