mið 18. nóvember 2015 19:15
Arnar Geir Halldórsson
Þjálfari Galatasaray rekinn eftir ár í starfi (Staðfest)
Rekinn
Rekinn
Mynd: Getty Images
Hamza Hamzaoglu hefur verið látinn taka pokann sinn hjá tyrkneska stórveldinu Galatasaray.

Þetta var staðfest í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu en þar er Hamzaoglu þakkað fyrir hans framlag og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Hamzaoglu stýrði liðinu til sigurs í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa tekið við af Ítalanum Cesare Prandelli í nóvember á síðasta ári.

Galatasaray er nú í 3.sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Besiktas.

Þá hefur liðið ekki þótt sannfærandi í Meistaradeild Evrópu en Galatasaray er í þriðja sæti C-riðils, þrem stigum frá Atletico Madrid sem er í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner