Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2015 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vill að stuðningsmenn borgi ofurlaun Messi hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar héldu því fram fyrr í vikunni að eina félagið sem Lionel Messi myndi spila fyrir á Englandi, væri Arsenal.

Því var haldið fram að Messi myndi ekki sætta sig við eyri minna en 600 þúsund pund á viku, sem myndi gera hann að langlaunahæsta leikmanni heims og myndi hann þéna rúmlega fjórum sinnum meira en launahæstu menn Arsenal í dag, þeir Theo Walcott og Mesut Özil.

Stuðningsmaður Arsenal heyrði fregnirnar og kom með frábæra lausn, í formi þess að finna aðra 599.999 stuðningsmenn félagsins sem eru reiðubúnir að greiða eitt pund á viku til að borga Messi.

Matt Clark, umræddur stuðningsmaður, er ekki byrjaður að safna liði til að greiða ofurlaun Messi með sér en aðeins tveir dagar eru liðnir frá upprunalegu tísti.



Athugasemdir
banner
banner