Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. nóvember 2015 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Zlatan: Of seint að fara til Englands - Leyfði fótunum að tala
Mynd: Getty Images
Hinn 34 ára gamli Zlatan Ibrahimovic er líklega á leið burt frá PSG næsta sumar þegar samningur hans við félagið rennur út.

Zlatan er talinn meðal allra bestu knattspyrnumanna í heimi og var í lykilhlutverki hjá sænska landsliðinu þar sem hann skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í umspilsleikjunum gegn Dönum.

„Ég held það sé orðið of seint fyrir mig að fara í ensku úrvalsdeildina, ég er mjög ánægður hjá PSG og á sex mánuði eftir af samningnum, svo sjáum við til hvað gerist eftir það," sagði Zlatan eftir að hafa skorað tvennu gegn Dönum í umspilsleik um laust sæti á EM í gærkvöldi.

„Ég nýt hvers dags á vellinum, ég vil bara njóta þess að spila fótbolta og gera það sem ég geri best. Ég veit ekki hvar ferillinn mun enda, það verður bara að koma í ljós."

Búist er við að Zlatan leggi landsliðsskónna á hilluna eftir EM í Frakklandi og hlakkar hann gífurlega mikið til mótsins.

„Þetta verður töfrum líkast fyrir mig að vera þarna. Þetta verður líklega mitt síðasta mót með sænska landsliðinu og ég er mjög spenntur því fólk trúði því ekki að við gætum sigrast á dönum í umspilinu.

„Núna er ég sáttur, ég leyfði fótunum að tala fyrir mig."

Athugasemdir
banner