Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   fös 18. nóvember 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
Rooney rann á orkudrykk og meiddist
Gengur allt á afturfótunum.
Gengur allt á afturfótunum.
Mynd: Getty Images
The Times segir að Wayne Rooney hafi meiðst á óvenjulegan hátt í búningsklefanum eftir sigur Englands á Skotlandi.

Rooney rann á flösku af orkudrykk sem lá á gólfinu og meiddist við það á hné.

Rooney reyndi að æfa á sunnudag en gat það ekki. Hann var í kjölfarið ekki með Englendingum í vináttuleiknum gegn Spánverjum á þriðjudag.

Eftir leikinn á föstudag fór Rooney á hótel enska landsliðsins þar sem hann drakk vel af áfengi í brúðkaupi sem þar fór fram.

Rooney hunsaði skilaboð frá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate um að fara að sofa og enskir fjölmiðlar segja í dag að hann muni jafnvel missa fyrirliðabandið vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner