banner
   lau 18. nóvember 2017 09:15
Fótbolti.net
Aðalfundur KÞÍ 2. desember
Mynd: Merki
Laugardaginn 2. desember n.k. mun Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands (KÞÍ) halda aðalfund félagsins í Fífunni í Kópavogi ásamt því að hafa fræðslu (bóklegt og verklegt).

Dagskrá.
Kl. 15:00 - 16:15. Fyrirlestur og fyrirspurnir.
Kl. 16:15-16:30. Kaffihlé.
Kl. 16:30-17:30. Verkleg sýnikennsla.
Kl.17:45 - 18:30. Aðalfundur KÞÍ

Leiðbeinandi fræðsluviðburðarins verður Michael Beale,yngri flokka þjálfari hjá Liverpool akademíunni.

Dagskrá aðalfundar, verður eftirfarandi:
· Fundarsetning.
· Kosning fundarstjóra og fundarritara.
· Skýrsla stjórnar.
· Reikningar félagsins.
· Lagabreytingar.
· Kosning formanns, meðstjórnenda og varamanna skv. ákvæði 7. gr. laga KÞÍ.
· Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
· Ákvörðun um árgjald skv. 6. gr. laga
· Önnur mál

Þá verða veittar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins í efstu deild karla og kvenna og viðurkenningar fyrir vel unnin störf við þjálfun yngri flokka.

Léttar veitingar verða á boðstólum.

Athygli er vakin á því að tillögur um lagabreytingar á lögum KÞÍ skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega sjö dögum fyrir aðalfund, sbr. 11. gr. laganna. Breytingar þurfa samþykki ¾ fundarmanna.

Stjórn KÞÍ hvetur félagsmenn sína til að mæta.
Athugasemdir
banner
banner
banner