Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 18. nóvember 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte um Drinkwater: Hann var mjög hreinskilinn
Drinkwater hefur verið mikið í umræðunni.
Drinkwater hefur verið mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur komið miðjumanninum Danny Drinkwater til varnar.

Drinkwater hefur verið harðlega gagnrýndur í enskum fjölmiðlum undanfarna daga eftir að hann hafnaði að koma til móts við enska landsliðið í vináttulandsleikjum gegn Þýskalandi og Brasilíu.

Drinkwater ákvað að hafna boðinu þar sem hann er að stíga upp úr meiðslum og hefur lítið spilað með Chelsea á tímabilinu.

En þrátt fyrir það hefur Drinkwater fengið gagnrýni. Conte ræddi um málið á blaðamannafundi, en hann skilur lítið í gagnrýninni.

„Það er synd að leikmaðurinn hafi þurft að gjalda fyrir þennan misskilning," sagði Conte.

„Drinkwater var mjög hreinskilinn og hann á ekki skilið að fjölmiðlar eða fólkið í landinu ráðist að honum vegna þess að hann var mjög hreinskilinn og kom þannig fram."

Conte hefði viljað fá símtal frá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate.

„Ef einhver spyr mig, þá get ég útskýrt. Áður en þú velur leikmann í landsliðið, þá gætirðu hringt í þjálfarann og kannað stöðuna, spurt hvort leikmaðurinn sé þreyttur eða meiddur. Þá geturðu forðast allan misskilning og þetta var misskilningur."

„Hann var meiddur og var ekki 100% í að fara í landsliðsverkefni," sagði Conte að lokum.

Sjá einnig:
Shearer: Drinkwater á ekki að spila aftur fyrir England
Athugasemdir
banner
banner
banner