Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. nóvember 2017 08:30
Helgi Fannar Sigurðsson
Conte útilokar að taka við Ítölum
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að hann muni ekki taka við ítalska landsliðinu af Gian Piero Ventura sem var rekinn á dögunum.

Conte þjálfaði Ítali áður en hann tók við Chelsea árið 2016.

Ítölum mistókst að komast á HM í fyrsta sinn síðan 1958 þegar þeir töpuðu gegn Svíum í umspili fyrir mótið sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.

„Ég einbeiti mér algjörlega að Chelsea, við urðum meistarar á síðasta tímabili en það er mikil vinna framundan," sagði Conte.

„Eins og allir Ítalir er ég mjög leiður yfir því að hafa ekki náð að komast á HM."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner