Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 18. nóvember 2017 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert ósætti hjá Ronaldo og Ramos
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, þvertekur fyrir fréttir þess efnis að Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos séu ósáttir við hvorn annan.

Fjölmiðlar á Spáni hafa undanfarna daga fjallað um það að Ronaldo og Ramos séu ósáttir við hvorn annan, en þeir hafa báðir rætt opinberlega um leikmannahóp Real Madrid.

Ronaldo vill meina að hópurinn hjá Madrídingum sé veikari núna en á síðasta tímabili á meðan Ramos vill ekki meina að svo sé.

Zidane var spurður út í þetta á blaðamannafundi í gær.

„Við erum rólegir og erum bara að hugsa um leikinn (gegn Atletico Madrid)," sagði Zidane.

„Sergio er gáfaður og hann má segja það sem hann vill. Það sama er hægt að segja um Cristiano."

„Það eru engin vandamál í gangi. Ef þið haldið að það séu vandamál í gangi hjá Cristiano og Sergio, þá hafið þið vitlaust fyrir ykkur," sagði Zidane um málið.

„Þetta er hluti af lífinu, og fótboltanum, þeir eru bara að segja sína skoðun. Það sýnir bara að þeir eru á lífi."
Athugasemdir
banner
banner