Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 18. nóvember 2017 16:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi lagði upp - Liverpool, Chelsea og City unnu
Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Salah skoraði tvö. Hann hefur verið frábær!
Salah skoraði tvö. Hann hefur verið frábær!
Mynd: Getty Images
City styrkti stöðu sína á toppnum.
City styrkti stöðu sína á toppnum.
Mynd: Getty Images
Það var mikið fjör og mikið af mörkum í þeim sex leikjum sem voru í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:00.

Gylfi Sigurðsson lagði upp sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann lagði upp annað mark Everton fyrir Oumar Niasse í 2-2 jafntefli gegn Crystal Palace.

Annars unnu öll „stórliðin" í leikjunum sem voru að klárast.

Mohamed Salah skoraði tvö í 3-0 sigri Liverpool og Southampton, Manchester City styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 2-0 sigri á Leicester og Chelsea burstaði West Brom á útivelli.

Bournemouth burstaði nýliða Huddersfield þrátt fyrir að hafa verið einum færri frá 45. mínútu og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley vann 2-0 gegn Swansea.

Burnley er í sjöunda sæti deildarinnar.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Bournemouth 4 - 0 Huddersfield
1-0 Callum Wilson ('26 )
2-0 Callum Wilson ('31 )
3-0 Harry Arter ('70 )
4-0 Callum Wilson ('84 )
Rautt spjald: Simon Francis, Bournemouth ('45)

Burnley 2 - 0 Swansea
1-0 Jack Cork ('29 )
2-0 Ashley Barnes ('40 )

Crystal Palace 2 - 2 Everton
1-0 James McArthur ('1 )
1-1 Leighton Baines ('6 , víti)
2-1 Wilfred Zaha ('35 )
2-2 Baye Oumar Niasse ('46 )

Leicester City 0 - 2 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('46 )
0-2 Kevin de Bruyne ('49 )

Liverpool 3 - 0 Southampton
1-0 Mohamed Salah ('31 )
2-0 Mohamed Salah ('41 )
3-0 Philippe Coutinho ('68 )

West Brom 0 - 4 Chelsea
0-1 Alvaro Morata ('17 )
0-2 Eden Hazard ('23 )
0-3 Marcos Alonso ('38 )
0-4 Eden Hazard ('62 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner