Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. nóvember 2017 08:40
Fótbolti.net
Landsliðið og Óli Kristjáns í framlengdum útvarpsþætti í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson verða sameinaðir á ný í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga klukkan 12.

Gestur þáttarins er Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.

Einnig verður rætt um íslenska landsliðið, ferðina til Katar og stöðu manna í baráttunni að vera með í flugvélinni til Rússlands.

Þátturinn í dag verður framlengdur til 15! Klukkan 14 verður frumflutt viðtal Elvars við Hannes Þór Halldórsson og Alfreð Finnbogason sem fóru yfir undankeppni HM, leiðina til Rússlands.

Þáttur sem fótboltaáhugamenn ættu ekki að láta framhjá sér fara!

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner