Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. nóvember 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone verður ekki næsti stjóri Gylfa
Mynd: Getty Images
Diego Simeone verður ekki næsti stjóri Gylfa Sigurðssonar hjá Everton.

Simeone hefur stýrt Atletico Madrid frá 2011 og hann ætlar að vera áfram hjá spænska höfuðborgarliðinu í nokkur ár í viðbót að minnsta kosti.

Farhad Moshiri, eigandi Everton, hafði sett Simeone efstan á óskalista sinn yfir arftaka Ronald Koeman sem var rekinn frá félaginu í síðasta mánuði.

Simeone er samningsbundinn Atletico áfram og hann vill vera lengur hjá félaginu.

„Þeir verða að þola mig næstu árin að minnsta kosti. Ég er handviss um það," sagði Simeone við fjölmiðlamenn á Spáni í gær.

Það gengur illa hjá Everton að finna nýjan stjóra, en Sam Allardyce og
Marco Silva ætla ekki að taka við liðinu heldur. David Unsworth mun stýra liðinu eitthvað áfram.
Athugasemdir
banner
banner