banner
   lau 18. nóvember 2017 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tavecchio: Allt Ventura að kenna
Tavecchio og Ventura.
Tavecchio og Ventura.
Mynd: Getty Images
Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, hefur ákveðið að kenna þjálfaranum Giampiero Ventura um allt það sem hefur gerst hjá ítalska landsliðinu að undanförnu.

Ítalía mun ekki leika á HM í Rússlandi, en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1958 þar sem Ítalía kemst ekki á heimsmeistaramótið. Liðið féll úr leik gegn Svíþjóð í umspili um sæti á mótinu.

Ventura var rekinn, en Ítalar vilja líka sjá Tavecchio fjúka úr starfi.

„Hann tók rangar ákvarðarnir í liðsvali, þetta var allt honum að kenna," sagði Tavecchio í viðtali í dag.

Honum var síðan bent á það að það hefði verið hann sem hefði ráðið Ventura í starfið eftir síðasta Evrópumót.

„Ég veit, ég hef ekki sofið í fjóra daga. Hann valdi samt vitlausa menn í liðið í leikinn gegn Svíum."

Sjá einnig:
Valtýr Björn pirraður út í Ventura og Tavecchio
Athugasemdir
banner
banner