Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. nóvember 2017 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Alfreð og félagar áttu ekki séns gegn Bayern
Alfreð fékk ekki úr miklu að moða.
Alfreð fékk ekki úr miklu að moða.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason lék 83 mínútur þegar Augsburg mætti stórveldinu Bayern München í dag.

Augsburg þurfti að sætta sig við tap í leiknum, en Bayern kláraði leikinn á stuttu millibili um miðbik leiksins.

Arturo Vidal kom Bayern á bragðið á 31. mínútu og markamaskínan Robert Lewandowski bætti síðan við tveimur mörkum.

Alfreð fékk ekki úr miklu að moða framlínu Augsburg og hann var tekinn af velli þegar 83 mínútur voru búnar.

Augsburg er í tíunda sæti deildarinnar með 16 stig, en Bayern er á toppi deildarinnar, núna með sex stiga forystu á toppnum.

RB Leipzig, sem ætlar að veita Bayern samkeppni á toppnum missteig sig ef svo má segja gegn Bayer Leverkusen, en sá leikur endaði með 2-2 jafntefli eftir að Leipzig hafði komist tvisvar yfir.

Leipzig er eins og áður sex stigum á eftir Bayern.

Hoffenheim og Frankfurt gerðu jafntefli 1-1, Mainz lagði Köln 1-0 og Wolfsburg vann sannfærandi sigur á Freiburg.

Bayern 3 - 0 Augsburg
1-0 Arturo Vidal ('31 )
2-0 Robert Lewandowski ('38 )
3-0 Robert Lewandowski ('49 )

Hoffenheim 1 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Kevin-Prince Boateng ('13 )
1-1 Marc Uth ('90 )

Bayer 2 - 2 RB Leipzig
0-1 Timo Werner ('13 , víti)
1-1 Leon Bailey ('44 )
1-2 Emil Forsberg ('54 , víti)
2-2 Kevin Volland ('74 )
Rautt spjald: Benjamin Henrichs, Bayer ('53)

Mainz 1 - 0 Koln
1-0 Daniel Brosinski ('43 , víti)
Rautt spjald: Giulio Donati, Mainz ('71)

Wolfsburg 3 - 1 Freiburg
1-0 Yannick Gerhardt ('3 )
2-0 Yunus Malli ('29 )
2-1 Bartosz Kapustka ('68 )
3-1 Yunus Malli ('70 )
Athugasemdir
banner
banner