Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   þri 18. desember 2012 20:30
Sebastían Sævarsson Meyer
Juventus vill fá David Villa á láni
Juventus hefur sett sig í samband við Barcelona um að fá David Villa á láni í janúar út tímabilið samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Ítalska stórveldið hefur verið í leit að öflugum leikmanni til að styrkja sóknarlínu liðsins og hefur verið orðað við fjölmarga leikmenn, eins og Didier Drogba, Fernando Llorente og Gary Hooper.

Sky Sport á Ítalíu greindi frá því í kvöld að viðræður við Barcelona séu farnar af stað en Villa hefur ekki enn fundið sitt gamla form eftir að hafa verið frá keppni í átta mánuði vegna fótbrots.

Talið er að Barcelona er því reiðubúið að leyfa leikmanninum að fara og borga hluta af launum hans.

Hann snéri aftur á keppnisvöllinn í ágúst en hefur lítið fengið að spreyta sig síðan þá og gæti lán til Juventus hjálpað honum að fá að spila reglulega á ný. Eina vandamálið væri að Villa væri ólöglegur með Juventus í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner