Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   þri 18. desember 2012 12:41
Magnús Már Einarsson
Heimild: Goal.com 
Sterling að ganga frá nýjum samningi við Liverpool
Raheem Sterling er að ganga frá nýjum fimm ára samning við Liverpool samkvæmt heimildum Goal.com.

Þessi 18 ára gamli leikmaður mun líklega fá 30 þúsund pund í vikulaun í nýja samningnum en hann mun síðan fá ríflega launahækkun á hverju ári.

Sterling hefur verið lengi í viðræðum við Liverpool en önnur félög eins og Manchester United hafa sýnt honum áhuga.

Sterling er sem stendur á unglingasamningi hjá Liverpool en hann á átján mánuði eftir af honum. Sá samningur er sagður færa honum einungis 300 pund í vikulaun.

Á þessu tímabili hefur Sterling slegið í gegn í liði Liverpool og verið í byrjunarliðinu í 16 af 17 deildarleikjum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner