fim 18. desember 2014 21:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Express 
David De Gea mun framlengja hjá United
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn David De Gea mun framlengja samning sinn við Manchester United og þar með loka á þann möguleika að ganga í raðir Real Madrid.

Þessi spænski landsliðsmaður hefur verið magnaður í rammanum hjá United undanfarna mánuði og eru þetta því frábærar fréttir fyrir United.

De Gea hefur undanfarið ár verið reglulega orðaður við Real Madrid og hafa þeir orðrómar orðið sterkari eftir því sem frammistaða hans hefur tekið stöðugum bætingum.

United greiddi Atletico Madrid 18 milljónir punda fyrir De Gea árið 2011 og voru margir sem efuðust um hann fyrstu leiktíðirnar. Hann hefur nú hinsvegar sannað sig sem einn besti markvörður heims og mun hann af öllum líkindum skrifa undir nýjan samning til ársins 2020 á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner