Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 18. desember 2014 06:00
Fótbolti.net
Jólagjöfin í ár er sæti í Arsenalskólann 2015 á Akureyri!
Mynd: Arsenalskóli
Mynd: Arsenalskóli
Mynd: Arsenalskóli
Fótboltaskóli Arsenal fer fram í sjötta sinn á KA svæðinu í júní 2015. Námskeiðið hefst mánudaginn 15. júní og lýkur föstudaginn 19. júní.

Skipulag skólans verður með svipuðu formi og s.l. sumar. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Allir fá heitan mat í hádeginu alla dagana ásamt léttri hressingu í lok dags.

Verð í skólann er 25.000 kr.

Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar. Matsalurinn er í Lundarskóla sem er við hliðina á KA svæðinu.

Þessi skóli er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1999 til 2006.

Stelpur eru að sjálfsögðu hvattar til að koma til jafns á við strákana. Það má segja Arsenal til hróss að þar er mikið og gott starf í kvennaknattspyrnu og er Arsenal eitt sterkasta félagslið í Evrópu í kvennaboltanum. Alex Keown sem var með stelpuhópinn síðasta sumar hafði einmitt orð á því hversu margar stelpur væru efnilegar sem sóttu skólann.

Yfirþálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal. Þeir sjá um allt skipulag skólans sjálfs hvað knattspyrnuna varðar. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Auk þess verður sérstök markmannsþjálfun þar sem stefnt er að fá markmannsþjálfara frá Arsenal. S.l. sumar voru markmennirnir á sér æfingum fyrir hádegi en fóru síðan eftir hádegi til annarra hópa og æfðu með þeim.

Þetta fyrirkomulag gaf þeim gott tækifæri til að bæta eigin tækni og einnig að vera með hinum krökkunum.

Ef það eru einhverjar spurningar er hægt að senda póst á [email protected].

Skráning fer fram á www.ka-sport.is/arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner