Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. desember 2014 21:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Express 
Liverpool að undirbúa risatilboð í Benzema?
Karim Benzema til Liverpool?
Karim Benzema til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Liverpool er að undirbúa 50 milljón punda tilboð í Karim Benzema, framherja Real Madrid.

Þetta fullyrðir breska dagblaðið Daily Express í dag og segir að tilboð verði gert í janúarglugganum.

Mikið markaleysi hefur einkennt framherja Liverpool á tímabilinu til þessa, auk þess sem framherjinn Daniel Sturridge hefur nánast ekkert getað spilað vegna meiðsla.

Mario Balotelli, Rickie Lambert og Fabio Borini hafa staðið vaktina í fjarrveru Sturridge en hafa ekki staðist væntingar. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er því sagður horfa á Benzema sem sitt aðalskotmark í janúar og mun leggja allt í sölurnar til að landa Frakkanum.

Talið er að Carlo Ancelotti, stjóri Real, sé reiðubúinn að losa sig við Benzema til að fá peninga til að kaupa Sergio Aguero frá Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner