Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 18. desember 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Roy Keane sagður hafa mætt brjálaður heim til Cleverley
Roy Keane stoppaði stutt hjá Aston Villa.
Roy Keane stoppaði stutt hjá Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er allt annað en ánægður með fréttir í enskum fjölmiðlum undanfarið um að hann hafi rifist við leikmenn Aston Villa áður en hann hætti sem aðstoðarstjóri hjá félaginu á dögunum.

Keane vill meina að Tom Cleverley, fyrrum leikmaður Manchester United, hafi búið til þessar sögur sem hafa komið fram í fjölmiðlum.

The Sun greinir frá því í dag að Keane hafi mætt brjálaður heim til Cleverley í vikunni.

Þar hellti Írinn sér síðan yfir Cleverley og sagði hann hafa búið til sögur um það hvernig brotthvarf hans bar að.

Keane kom til starfa hjá Aston Villa í sumar en hann einbeitir sér nú að starfi sínu sem aðstoðarþjálfari írska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner