Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. desember 2014 09:50
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sneijder til Southampton?
Powerade
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Ashley Cole, vinstri bakvörður Roma, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið til Crystal Palace. (Daily Express)

Neil Warnock, stjóri Palace, hefur hins vegar staðfest áhuga sinn á Cole. (Daily Star)

Ronald Koeman, stjóri Southampton, er að reyna að landa Wesley Sneijder miðjumanni Galatasaray. (Daily Mirror)

Ítalska félagið Atalanta hefur áhuga á Adel Taarabt leikmanni QPR. (Talksport)

Framtíð James Milner hjá Manchester City er í óvissu en samningaviðræður hans við félagið ganga ekki vel. (Daily Telegraph)

Eden Hazard er að ganga frá nýjum samningi við Chelsea. Hazard verður um leið launahæsti leikmaður Chelsea með 200 þúsund pund á viku. (Daily Telegraph)

Petr Cech segir að núverandi lið Chelsea geti orðið það besta í sögu félagsins. (Mirror)

Jose Mourinho ætlar ekki að styrkja hópinn hjá Chelsea í janúar. (Talksport)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, reiknar með að Sergio Aguero snúi aftur fyrir toppslaginn gegn Chelsea í næsta mánuði. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner