Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. desember 2014 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tonev segist ekki vera rasisti
Mynd: Getty Images
Aleksandar Tonev, kantmaður Aston Villa á láni hjá Celtic, var dæmdur í sjö leikja keppnisbann fyrir kynþáttafordóma en ætlar að áfrýja málinu.

Tonev á að hafa kallað Shay Logan, leikmann Aberdeen, svarta kuntu og var dæmdur í bann af skoska knattspyrnusambandinu.

Það eru engar sannanir fyrir því að Tonev hafi uppnefnt Logan og verður sú staðreynd miðpunktur áfrýjunarmálsins.

,,Það hefur mikið gerst undanfarna mánuði. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir mig og alla sem tengjast þessu máli," sagði Tonev.

,,Ég hef alltaf haldið sakleysi mínu fram, ég sagði ekki þessi orð. Ég veit að ég er ekki rasisti, ég vil að allir átti sig á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner