,,Við erum rétt byrjaðir á undirbúningnum og maður fer varlega inn í þetta en það er gott að vinna leiki," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir sigur liðsins á ÍA í Fótbolta.net mótinu í dag.
Leikmenn Breiðabliks spiluðu með púlsmæla í leiknum í dag. ,,Það er verið að fylgjast með því hvernig álagið er og hvort menn séu að gera of mikið eða of lítið."
Ólafur reiknar með að styrkja leikmannahóp Breiðabliks áður en keppni hefst í Pepsi-deildinni í maí.
,,Okkur vantar að okkar mati í tvær stöður, eða tvær keðjur. Það er þrjár keðjur í fótboltaliði þannig að þetta eru tvær af þremur," sagði Ólafur sem er að leita bæði erlendis og innanlands að liðsstyrk.
,,Það eru einhverijr að falbjóða menn hér og þar og við skoðum það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir