Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
Haraldur Freyr: Viljum helst vinna deildina
Óli Hrannar: Viljum auka breiddina sóknarlega
Brynjar Kristmunds: Þeim er ekki kalt, þeir vinna í frystihúsinu
John Andrews: Náðum okkar leik aldrei í gang
Jóhann Kristinn: Einn af okkar leikmönnum þrátt fyrir sérkennilega kennitölu
Bríet Fjóla: Gaman að skora í fyrsta leik
Arna: Varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur
Kristján Guðmunds: Einn besti markaskorari landsins
Guðni: Settum tóninn fyrir það sem koma skal hjá FH
Freyja Karín: Sterkt að byrja deildina svona með tveim mörkum
Óskar Smári: Þið hafið trú á okkur
Katie Cousins: Það voru engin vandamál með Val
Nik: Frammistaðan fyrstu 36-37 mínúturnar til fyrirmyndar
Berglind Björg: Allir mjög spenntir að byrja þetta mót
   sun 19. janúar 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Hefur verið draumur að fara á svona mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með 3-2 tap sinna manna gegn Grindavík í Fótbolti.net mótinu í kvöld.

„Af okkur hálfu var þetta ekki góður leikur. Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleiknum og spiluðum bara vondan leik. Aðeins meira líf í seinni hálfleiknum, en það var janúarbragur á þessu og langt frá frammistöðunni um síðustu helgi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja. Hvernig leggst mótið í Ólaf?

,,Miðað við þennan leik leggst það ekkert sérstaklega í mig. En ég er alveg rólegur, við erum að klára aðra viku af æfingum. Það hefði kannski verið hægt að vinna þennan leik og blekkja sig eitthvað, en það er kannski ágætt að svona slæm frammistaða sé tap, það hringir aðvörunarbjöllum hjá mönnum. Við vinnum bara í okkar málum og púslum þessu vonandi saman fyrir Portúgal. En fyrst og fremst snýst þetta um að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið," sagði Ólafur.

,,Það hefur verið draumur hjá mér að geta farið með liðið á svona mót erlendis á þessum tíma. Í samvinnu við Lúðvík Arnars hjá FH og hans ferðaskrifstofu komumst við á þetta mót. Við förum þarna á móti FH-ingunum og það verður gaman að sjá hvernig við stöndum á móti þessum liðum. Ég held að þetta fari í reynslubankann, ef við ætlum lengra með fótboltann á Íslandi í Evrópukeppninni, þá verðum við að spila svona leiki. Ég vona að við stöndum okkur þannig að íslenskum liðum verði boðið á svona mót í framtíðinni," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner