Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 19. janúar 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Hefur verið draumur að fara á svona mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með 3-2 tap sinna manna gegn Grindavík í Fótbolti.net mótinu í kvöld.

„Af okkur hálfu var þetta ekki góður leikur. Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleiknum og spiluðum bara vondan leik. Aðeins meira líf í seinni hálfleiknum, en það var janúarbragur á þessu og langt frá frammistöðunni um síðustu helgi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja. Hvernig leggst mótið í Ólaf?

,,Miðað við þennan leik leggst það ekkert sérstaklega í mig. En ég er alveg rólegur, við erum að klára aðra viku af æfingum. Það hefði kannski verið hægt að vinna þennan leik og blekkja sig eitthvað, en það er kannski ágætt að svona slæm frammistaða sé tap, það hringir aðvörunarbjöllum hjá mönnum. Við vinnum bara í okkar málum og púslum þessu vonandi saman fyrir Portúgal. En fyrst og fremst snýst þetta um að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið," sagði Ólafur.

,,Það hefur verið draumur hjá mér að geta farið með liðið á svona mót erlendis á þessum tíma. Í samvinnu við Lúðvík Arnars hjá FH og hans ferðaskrifstofu komumst við á þetta mót. Við förum þarna á móti FH-ingunum og það verður gaman að sjá hvernig við stöndum á móti þessum liðum. Ég held að þetta fari í reynslubankann, ef við ætlum lengra með fótboltann á Íslandi í Evrópukeppninni, þá verðum við að spila svona leiki. Ég vona að við stöndum okkur þannig að íslenskum liðum verði boðið á svona mót í framtíðinni," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner