Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 19. janúar 2015 17:51
Elvar Geir Magnússon
Afríkumótið: Moussa Sow hetja Senegal gegn Gana
Moussa Sow gerði sigurmarkið
Moussa Sow gerði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Þrír af fimm leikjum Afríkumótsins í fótbolta hingað til hafa endað með 1-1 jafntefli og litlu mátti muna að svo hefði endað hjá Ganverjum og Senegölum ef ekki hefði verið fyrir sigurmark frá Moussa Sow á síðustu andartökum leiksins.

Andre Ayew, leikmaður Marseille, kom Gana yfir en Mame Biram Diouf, leikmaður Stoke, jafnaði metin áður en Sow skoraði sigurmarkið.

Í gær var leikið í B-riðli en þar gerðu Sambía og Lýðveldið Kongó 1-1 jafntefli og sama niðurstaða var í viðureign Túnis og Grænhöfðaeyja.

B-riðill:

Sambía 1 - 1 Lýðveldið Kongó
1-0 Given Singuluma ('2)
1-1 Yannick Bolasie ('66)

Túnis 1 - 1 Grænhöfðaeyjar
1-0 Mohamed Ali Moncer ('70)
1-1 Heldon (víti '78)

C-riðill:

Gana 1 - 2 Senegal
1-0 Andre Ayew (víti '14)
1-1 Mame Biram Diouf ('58)
1-2 Moussa Sow ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner