Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. janúar 2015 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Gert grín að AC Milan fyrir að selja liðsrútuna
Mynd: Twitter
Fjárhagsvandræði AC Milan aukast jafnt og þétt með slæmu gengi og er félagið nú búið að selja liðsrútuna til að spara pening.

Það vakti lítil viðbrögð þegar Inter og Juventus seldu liðsrúturnar sínar fyrr á tímabilinu en eftir að Milan seldi sína rútu hafa netverjar keppst um að búa til skondna brandara og sögur um málið.

Talið er að knattspyrnufélag á stærð við Milan geti sparað allt frá 30 milljónum að 45 milljónum á tímabil með því að sleppa rútu, sem eru þó ekki nema mánaðarlaun hjá meðalleikmanni í liðinu.

Hér fyrir neðan má sjá skoplegar myndir af ástandinu hjá Milan þar sem leikmenn þurfa að húkka far á meðan Andrea Galliani, varaforseti Milan, og Filippo Inzaghi, þjálfari, fara saman á bíl.
Athugasemdir
banner
banner