Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 19. janúar 2015 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Martinez: Baines er vítaskyttan - Mirallas var óheppinn
Mynd: Getty Images
Everton gerði markalaust jafntefli við West Brom á heimavelli. Heimamenn fengu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og vildi Kevin Mirallas taka spyrnuna í stað Leighton Baines, sem leyfði honum það.

Mirallas skaut í stöng og gerði stuðningsmenn Everton reiða, sérstaklega eftir að Steven Naismith skammaðist í Belganum þegar þeir voru á leið til búningsklefa.

Leikmenn Everton voru spurðir eftir leik hvað gekk á í búningsklefanum og hvers vegna Mirallas hafi verið tekinn af velli í hálfleik og kom í ljós að Mirallas fór ekki einu sinni inn í klefa, heldur beint upp í stúku vegna meiðsla.

,,Vítaskyttan okkar er Leighton Baines en Kevin Mirallas er einnig frábær skytta," sagði Martinez eftir leikinn.

,,Kevin vildi taka vítaspyrnuna í dag og Baines gaf honum góðfúslegt leyfi. Mirallas var óheppinn að skora ekki úr spyrnunni og er ekki síðri spyrnumaður en Baines.

,,Kevin var fullur sjálfstrausts, sérstaklega eftir að hafa skorað úr víti gegn West Ham, og má taka vítaspyrnur ef hann ræðir um það við aðalskyttuna, sem hann gerði. Það sem skiptir máli er að vítaspyrnan klúðraðist, það skiptir ekki máli hver klúðraði.

,,Hann var tekinn af velli í hálfleik eftir að hafa kvartað undan meiðslum í nára."

Athugasemdir
banner
banner