mán 19. janúar 2015 08:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Origi ekki strax til Liverpool
Powerade
Divock Origi.
Divock Origi.
Mynd: Getty Images
Adebayor ætlar ekki að fara neitt.
Adebayor ætlar ekki að fara neitt.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Liverpool hefur hætt við að fá Divock Origi frá Lille strax í þessum mánuði. Liverpool keypti Origi síðastliðið sumar en hann verður í láni hjá Lille út tímabilið. (Daily Star)

Liverpool er í bílstjórasætinu í baráttunni um Teddy Bishop miðjumann Ipswich en þessi 18 ára gamli leikmaður hefur leikið 18 leiki á tímabilinu. (Daily Mirror)

Gabirel Paulista, miðvörður Villarreal, segist vera í viðræðum við Arsenal. (Guardian)

Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að félagið verði að sýna að það geti uppfyllt metnað Kevin Mirallas áður en hann krotar undir nýjan samning. (Guardian)

WBA hefur boðið fjórar milljónir punda í Callum McManaman kantmann Wigan. (Daily Telegraph)

Swansea hefur boðið fjórar milljónir punda í Martin Olsson varnarmann Norwich. (Daily Express)

Crystal Palace mun kaupa Rudy Gestede framherja Blackburn á fjórar milljónir punda í dag. Glenn Murray fer frá Palace til Reading á sama tíma. (Sun)

Stuðningsmenn Manchester United sungu 4-4-2 í leiknum gegn QPR um helgina en Louis van Gaal segir að það muni ekki hafa nein áhrif á það hvaða taktík hann spilar. (Daily Star)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur kvartað í Mike Riley yfirmanni dómaramála en hann er ósáttur við margar ákvarðanir hjá dómurum í vetur. (Times)

Bafetimbi Gomis, framherij Swansea, segir að félagið hafi svikið loforð um spiltíma í vetur. (Sun)

Emmanuel Adebayor ætlar ekki að yfirgefa Tottenham á þessu tímabili. (Daily Mail)

Mauro Zarate er í stífum aukaæfingum hjá QPR þessa dagana en hann kom til félagsins í skelfilegu formi. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner