Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. janúar 2015 11:39
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn gefur hlut sinn í greiðslu Valerenga til Fylkis
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson, framherji Valerenga, hefur ákveðið að gefa Fylki sinn hlut í greiðslu Valerenga til Fylkis nú í byrjun árs.

Valerenga keypti Viðar frá Fylki í fyrra og hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í Noregi með því að verða markakóngur í úrvalsdeildinni þar í landi.

Valerenga skipti kaupverði Viðars niður og í byrjun árs borgaði félagið hluta af kaupverðinu frá því í fyrra. Viðar átti að fá prósentu af þeirri greiðslu en ákvað að gefa Fylkismönnum hana.

Skilaboð frá Viðari á Facebook síðu Fylkis
Kæru stuðningsmenn og félagar í Fylki
Það er búið að vera viðburðaríkur tími síðan ég kvaddi Fylki og hélt á vit ævintýra í Noregi. Fyrsta tímabilið hjá Valerenga gekk vonum framar og má eflaust þakka góða tímabili mínu á árinu 2013 með Fylki. Fjölskylduandinn hjá Fylki er einstakur og mun ég lengi búa að góðum minningum af veru minni hjá ykkur.

Til að þakka fyrir mig ákvað ég í samráði við stjórn knattspyrnudeildar Fylkis að gefa félaginu minn hlut í greiðslu Valerenga til Fylkis nú í byrjun árs. Ég hef óskað eftir því að upphæðin renni beint inn í vinnu í afreksstarfi knattspyrnudeildar félagsins.
Kærar kveðjur,
Viðar Örn Kjartansson
Áfram Fylkir
Athugasemdir
banner