Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 19. janúar 2016 20:49
Alexander Freyr Tamimi
Sonni Ragnar í FH (Staðfest)
Sonni handsalar samning sinn við FH.
Sonni handsalar samning sinn við FH.
Mynd: Aðsend
Færeyski landsliðsmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad er búinn að semja við Íslandsmeistara FH.

Skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið, en hann hefur æft og spilað með liðinu að undanförnu.

Sonni er 21 árs gamall varnarmaður og var síðast á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland.

Hann á 13 A-landsleiki að baki fyrir Færeyjar en hann festi sig í sessi í byrjunarliðinu þar í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner