Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. janúar 2017 17:45
Magnús Már Einarsson
Adebayor vill fara til Englands: Ég er ennþá fótboltamaður
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Adebayor vonast til að fá aftur tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 32 ára gamli Adebayor er fyrirliði Togo í Afríkukeppninni, sem nú er í gangi, þrátt fyrir að hafa verið án félags síðan hann yfirgaf Crystal Palace síðastliðið sumar.

„Ég held að fólk sjái að ég er ennþá fótboltamaður," sagði Adebayor eftir markalaust jafntefli Togo við Fílabeinsströndina.

„Ég elska England, ég elska ensku úrvalsdeildina og ég vil finna leið til að komast aftur þangað. Ég vil spila aftur á meðal þeirra bestu. Ef ekki, þá vil ég spila fótbolta og hafa gaman. Ef ég fæ tilboð þá er ég tilbúinn að fara."

Á ferli sínum hefur Adebayor meðal annars leikið með Arsenal, Manchester City, Tottenham og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner