fim 19. janúar 2017 17:25
Elvar Geir Magnússon
„Eigum meiri möguleika eftir komu Sverris"
Sverir verður í treyju númer 25 hjá Granada.
Sverir verður í treyju númer 25 hjá Granada.
Mynd: Granada
Sverrir hefur skorað 3 mörk í 9 landsleikjum.
Sverrir hefur skorað 3 mörk í 9 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Javier "Piru" Torralbo íþróttastjóri spænska liðsins Granada segir að félagið eigi meiri möguleika á því að halda sæti sínu í La Liga með tilkomu íslenska landsliðsmannsins Sverris Inga Ingasonar.

Þetta sagði hann á fréttamannafundi á Spáni í dag þar sem Sverrir, sem er 23 ára miðvörður, var kynntur sem nýr leikmaður félagsins. Sverrir er keyptur frá Lokeren í Belgíu.

Sverrir æfði í fyrsta sinn með Granada í gær og segist sannfærður um að geta hjálpað liðinu sem berst fyrir lífi sínu í einni bestu fótboltadeild heims.

„Ég get hjálpað liðinu á margan hátt, ég er til dæmis taktískt mjög sterkur. Það eru góðir leikmenn hérna. Æfingin var góð og þetta er mjög gott lið," sagði Sverrir á fréttamannafundinum.

Granada er í fallsæti en það eru sex stig upp í öruggt sæti og segist Sverrir vera tilbúinn í slaginn í næsta leik sem er gegn Espanyol í hádeginu á laugardag. Hann horfði á síðasta leik liðsins, 1-1 jafnteflisleik gegn Osasuna.

„Byrjunin var ekki eins og best verður á kosið en liðið var mjög öflugt í seinni hálfleik. Þetta var mikilvægt stig fyrir okkur og við vonumst til að bæta okkur í komandi leikjum. Ég er tilbúinn að spila á laugardaginn ef þjálfarinn vill nota mig, ég tel mig geta komið með ferskan kraft í þetta."

Ekki hægt að segja nei
Sverrir segir að ekki hafi verið hægt að hafna þessu tilboði.

„Að fá þetta tilboð um að ganga í raðir Granada er frábært tækifæri á mínum ferli, ég fæ að spila í einni bestu deild heims gegn bestu leikmönnum heims. Staða liðsins er ekki nægilega góð en það eru 17 leikir eftir og leikmenn eru ákveðnir í að bjarga liðinu frá falli. Ég hef æft með hópnum og kynnst gæðunum í honum. Ég er sannfærður um að við getum haldið okkur," sagði Sverrir.

Spænsku fjölmiðlarnir spurðu hann í hvernig varnarlínu hann myndi henta best en varnarleikurinn hefur verið stórt vandamál hjá Granada.

„Ég hef spilað í liðum þar sem varnarlínan er mjög lágt og hef líka spilað með liðum sem sækja mikið og stýrir leikjum. Ég ræð við hvort tveggja, það er ekkert vandamál fyrir mig. Ég hef gæði í þetta."

Sverrir Ingi lék áður með Breiðabliki, Vik­ing í Stafangri og svo Lok­eren eftir að hafa komið til belgíska félagsins fyrir tveimur árum.



Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 20 12 4 4 39 18 +21 40
2 FK Krasnodar 20 11 6 3 30 17 +13 39
3 Dinamo 20 10 8 2 33 23 +10 38
4 CSKA 20 8 8 4 34 25 +9 32
5 Lokomotiv 20 8 8 4 32 27 +5 32
6 Spartak 20 9 4 7 27 26 +1 31
7 Kr. Sovetov 20 8 5 7 36 31 +5 29
8 Rubin 20 8 5 7 18 23 -5 29
9 Nizhnyi Novgorod 20 8 4 8 17 17 0 28
10 Rostov 20 7 6 7 28 30 -2 27
11 Fakel 20 6 7 7 18 20 -2 25
12 Akhmat Groznyi 20 5 5 10 19 25 -6 20
13 Orenburg 20 4 7 9 21 29 -8 19
14 Ural 20 5 4 11 19 33 -14 19
15 Baltica 20 3 5 12 12 25 -13 14
16 Sochi 20 3 4 13 19 33 -14 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner