Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2017 15:28
Fótbolti.net
Gaman Ferðir með ferð á Liverpool - Wolves á 89.900 kr
Liverpool mætir Wolves í bikarnum.
Liverpool mætir Wolves í bikarnum.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson framherji Wolves.
Jón Daði Böðvarsson framherji Wolves.
Mynd: Getty Images
Eins og flestir vita eru Gaman Ferðir með ferðir í boði á alla helstu leikina í ensku úrvalsdeildinni, enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu og ef þeir eru ekki í boði á síðunni hjá þeim þá útbúa þeir bara sérferð fyrir þig. Einnig eru Gaman Ferðir með ferðir á leiki í spænsku úrvalsdeildinni og þýsku úrvalsdeildinni.

Til dæmis er flott ferð í boði á leik Liverpool og Wolves í lok janúar. Já, Jón Daði Böðvarsson er væntanlegur á Anfield með Wolves og við ætlum að vera á staðnum. Ferðin kostar 89.900 kr á mann. Hér eru nánari upplýsingar um ferðina:

Verð
Ferðin kostar 89.900 kr. á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air til London Gatwick, gisting á hóteli með morgunverði í þrjár nætur í Liverpool, leikskrá leiksins, aðgangur að sérstökum bar á Anfield/við Anfield, hressing og miði á langhlið vallarins á leikinn (Main Stand). Miðar á leikinn eru afhentir á hótelinu í Liverpool. Farangursheimild fyrir ferðatösku utan handfarangurs (12 kg)er ekki innifalin í fargjaldinu.

Leikur
Leikur Liverpool og Wolves fer fram laugardaginn 28. janúar klukkan 12:30. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.

Einstaklingsherbergi
Það kostar 26.000 krónur aukalega að vera í einstaklingsherbergi.

Kortalán / Netgíró Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á [email protected] ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Flugferðin
Lagt er af stað frá Íslandi með WOW air til London Gatwick föstudaginn 27. janúar klukkan 06:20. Flogið er heim á leið mándaginn 30. janúar klukkan 19:40.

Ferð til og frá Liverpool
Til að komast til Liverpool þarf að fara á Euston-lestarstöðina. Frá Euston fara lestirnar til Liverpool en það tekur rúmlega 2 tíma að fara til Liverpool frá Euston. Athugið að lestarferðin til og frá Liverpool er ekki innifalin í verðinu.

Völlur / Miðar Heimavöllur Liverpool heitir Anfield. Miðarnir á leikinn eru í Main Stand á langhlið vallarins.

Hótel
Gist verður á 4* hóteli í Liverpool

Hægt er að bóka ferðina hér

Nú eru liðin tæplega fimm ár síðan að Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir var stofnuð. Á þessum tíma hafa ótrulega margir farið í ferð á vegum Gaman Ferða og á vefsíðu fyrirtækisins má finna nokkrar umsagnir frá viðskiptavinum þeirra. Endilega skoðaðu þetta vel og vandlega og skráðu þig á póstlistann hjá Gaman Ferðum.

Sendu endilega póst á [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar eða hringdu í síma 560-2000.
Athugasemdir
banner
banner
banner