Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 19. janúar 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Pontus Nordenberg fer frá Víkingi Ó.
Pontus Nordenberg.
Pontus Nordenberg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænski vinstri bakvörðurinn Pontus Nordenberg verður ekki áfram með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni í sumar.

Hinn 22 ára gamli Pontus hefur samið við Nyköpings BIS sem leikur í sænsku C-deildinni.

Pontus spilaði alla leiki Víkings í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar. Hann samdi við Ólafsvíkinga fyrir tímabilið en áður hafði hann verið á reynslu hjá Breiðabliki.

Í lok móts var Pontus dæmdur í eins leiks bann hjá aga- og úrskurðarnefnd fyrir orð sem hann lét falla inni á vellinum eftir 2-1 tap gegn Fylki í Pepsi-deildinni. Atvikið var sýnt í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.

„Spurðu þá hvað þeir borguðu dómaranum. Guð minn góður. Þú hlýtur að sjá þetta,“ sagði Pontus í myndavélina og benti á Fylkismenn sem voru að fagna sigrinum. Ólsarar voru mjög óánægðir með Pétur Guðmundsson dómara leiksins. Ólsarar fengu tvær vítaspyrnur á sig í leiknum gegn Fylki en þeir voru sjálfir mjög ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu í leiknum.

Ólafsvíkingar áfrýjuðu banninu og það gerði það að verkum að Pontus gat spilað gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Áfrýjunardómstóll fór síðan yfir málið og ákvað að draga bannið til baka.
Athugasemdir
banner
banner