Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. janúar 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Skiptar skoðanir á fjölgun liða á HM
Mynd: Getty Images
Meirihluti lesenda Fótbolta.net er á þeirri skoðun að það sé ekki til bóta að fjölga þátttökuþjóðum á HM í fótbolta.

Frá og með HM 2026 verða þjóðirnar 48 sem verða í lokakeppninni í stað 32.

45% eru á því að þetta sé skref í rétta átt en 55% telja að stækkunin hafi verið mistök.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands, er í fyrrnefnda hópnum.

„Ég held að við Íslendingar eigum að vera ánægðir með þetta. Þetta gefur þjóðum sem eru fámennari meiri möguleika og ég held að þetta sé bara jákvætt fyrir okkur. Ég held að það hafi sýnt sig í þessari Evrópukeppni í sumar að fjölgunin var jákvæð," sagði Heimir.

Telur þú að það hafi verið til bóta að ákveða að fjölga liðum á HM í 48 frá og með 2026?
45% Já (804)
55% Nei (971)
Mun Víkingur stinga af í Bestu deildinni?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner