Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. janúar 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær sagði nei við Noreg - Áfram með Molde
Solskjær mætti á leik Vals og Víkings í fyrrasumar.
Solskjær mætti á leik Vals og Víkings í fyrrasumar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, hefur hafnað tilboði um að taka við sem landsliðsþjálfari Noregs.

„Ég verð hjá Molde. Við höfum skipulagt tímabilið hér og krækt bæði í þjálfara og leikmenn. Ég er búinn að lofa þeim að ég verði hér og þá verð ég hér," sagði Solskjær við NRK í dag.

Björn Bergmann Sigurðarson er á mála hjá Molde og í vetur hefur Solskjær fengið bæði Óttar Magnús Karlsson frá Víkingi R. sem og færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattestad frá FH.

Per-Mathias Høgmo, landsliðsþjálfari Noregs, var rekinn seint á síðasta ári eftir lélegt gengi liðsins.

Erfiðlega gengur að ráða eftirmann hans en auk Solskjær þá sagði Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, nei við norska knattspyrnusambandið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner