fim 19. janúar 2017 22:45
Stefnir Stefánsson
Spænski bikarinn: Barcelona og Atletico Madrid með sigra
Neymar skoraði fyrir Barcelona
Neymar skoraði fyrir Barcelona
Mynd: Getty Images
Kevin Gameiro skoraði þriðja mark Atletico
Kevin Gameiro skoraði þriðja mark Atletico
Mynd: Getty Images
Tveir leikir voru á dagskrá í kvöld í Spænska konungsbikarnum. Barcelona unnu útisigur á Real Sociedad og Atletico Madrid sigruðu Eibar í Madríd.

Neymar skoraði eina mark Barcelona í kvöld en það gerði hann úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur á 21. mínútu. En liðin mætast aftur og þá á heimavelli Barcelona. Því gott veganesti hjá Barcelona fyrir seinni leik liðanna.

Antoine Griezmann skoraði fyrsta mark Atletico Madrid á 28. mínútu eftir að aukaspyrnu heimamanna á miðjum vellinum var spyrnt inn í teiginn þar sem varnarmaðurinn Jose Gimenez skallaði boltann fyrir fætur Griezmann sem skoraði af stuttu færi.

Angel Correa kom síðan boltanum í netið eftir að Carrasco átti tvær tilraunir að marki sem voru báðar varðar af varnarmönnum Eibar. Það var síðan Kevin Gameiro sem að innsiglaði sigurinn með marki eftir hornspyrnu.

Líkt og í hinum leiknum þá þurfa liðin að mætast aftur og verður að teljast ansi líklegt að Atletico fari áfram þar sem þeir eru með 3-0 forystu fyrir seinni leikinn.

Real Sociedad 0-1 Barcelona
0-1 Neymar víti ('21)

Atletico Madrid 3-0 SD Eibar
1-0 Antoine Griezmann ('28)
2-0 Angel Correa ('60)
3-0 Kevin Gameiro ('67)
Athugasemdir
banner
banner