Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. janúar 2017 20:36
Stefnir Stefánsson
Ulloa biður um að fá að yfirgefa Leicester
Ulloa vill reyna fyrir sér annarsstaðar
Ulloa vill reyna fyrir sér annarsstaðar
Mynd: GettyImages
Leonardo Ulloa leikmaður Leicester City hefur verið orðaður við brottför frá Englandsmeisturunum.

Tækifæri Ulloa hafa verið af skornum skammti á yfirstandandi tímabili en leikmaðurinn hefur einungis byrjað einn leik í deildinni. Eftir komu Islam Slimani í sumar hefur Ulloa átt erfitt með að vinna sér inn sæti í liðinu og virðist kominn ansi neðarlega í goggunarröðinni hjá Claudio Ranieri.

Leikmaðurinn hefur nú tjáð stjórn félagsins að hann vilji reyna fyrir sér annarsstaðar. Eina boðið sem hefur borist í framherjann er frá Alaves en það þótti ekki nógu gott til að leyfa honum að fara. Ranieri er þó sagður vilja halda leikmanninum sem á 18 mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner