fös 19. janúar 2018 22:30
Ingólfur Stefánsson
Aubameyang færist nær Arsenal
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang framherji Dortmund í Þýskalandi færist nær enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal samkvæmt heimildum DailyMail.

Aubameyang var ekki í leikmannahóp Dortmund gegn Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Micheal Zorc yfirmaður íþróttamála hjá Dortmund er sagður vera á leið til London á morgun til þess að ganga frá samningum við Arsenal.

Arsene Wenger þjálfari Arsenal sagði í vikunni að Aubameyang myndi passa vel inn á Emirates. Zorc sagði að ummælin væru óvirðing og að Wenger ætti að einbeita sér að sínum eigin leikmönnum.

Þrátt fyrir þessa spennu á milli félaganna hafa Arsenal trú á því að kaupin geti gengið í gegn á um 53 milljónir punda. Aubameyang myndi fá um 170 þúsund pund í vikulaun.

Enn er talinn möguleiki á því að Olivier Giroud gæti farið í skiptum til Borussia Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner