Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Cardiff þarf að borga Liverpool ef Grujic spilar ekki nóg
Marko Grujic.
Marko Grujic.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, hefur greint frá því að félagið þurfi að greiða Liverpool háa fjárhæð ef lánsmaðurinn Marko Grujic spilar ekki meira en 14 leiki það sem eftir lifir tímabils.

Serbneski landsliðsmaðurinn er kominn til Cardiff á láni út tímabilið en liðið á 19 leiki eftir í Championship deildinni.

Grujic hefur spilað sex leiki með aðalliði Liverpool á þessu tímabili en Jurgen Klopp, stjóri liðsins, vill að hann fái meiri reynslu með aðalliði.

„Þetta er góður samningur fyrir bæði félög því ég vil láta hann spila," sagði Warnock.

„Ég er ekki að kaupa hann til að vera í aukahlutverki. Hann er góður strákur og góðuar leikmaður. Allir njósnararnir okkar mæltu með honum."

„Við fáum ekki refsingu ef hann meiðist eða eitthvað slíkt. Við eigum 19 deildarleiki eftir og vonandi spilar hann í þeim öllum."
Athugasemdir
banner
banner
banner