Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. janúar 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Keown kallar Sanchez málaliða
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal, kallar Alexis Sanchez „málaliða" og segir að allt snúist um peninga hjá honum.

Sílemaðurinn virtist í byrjun mánaðarins vera á leið frá Arsenal til Manchester City en þeir ljósbláu voru ekki tilbúnir að ganga að þeim kostnaði sem er í kringum leikmanninn.

Þá kom Manchester United til sögunnar.

Sílemaðurinn hefur náð munnlegu samkomulagi við Rauðu djöflanna og útlit er fyrir að Henrikh Mkhitaryan fari til Arsenal á móti.

„Sanchez hlýtur að vera mesti málaliðinn í fótboltanum. City hefði verið eðlilegur staður fyrir hann til að þróa fótboltaferilinn og hann hefur unnið áður með Pep Guardiola. En hjá Sanchez snýst þetta ekki um að fara í besta liðið, vinna með Guardiola og taka spilamennsku sína á næsta þrep," segir Keown.

„Hann hefur líklega talið að hann myndi ekki fá hærri samning þó hann myndi bíða eftir City til sumars. Hann tekur því besta tilboðinu sem er á borðinu núna. Þetta snýst allt um peninga."
Athugasemdir
banner
banner