Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. janúar 2018 22:00
Ingólfur Stefánsson
Locadia til Brighton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur gengið frá kaupunum á Jurgen Locadia framherja PSV í Hollandi. Leikmaðurinn kemur til liðsins fyrir metfé sem er talið vera í kringum 14 milljónir punda.

Þessi 24 ára leikmaður skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við félagið. Chris Hughton þjálfari Brighton er ánægður með kaupin.

„Við erum í skýjunum með að fá Jurgen til liðsins. Hann er leikmaður sem við höfum fylgst með í nokkurn tíma og það hefur ekki verið neitt leyndarmál að við höfum verið að leita að framherja."

Hollendingurinn hefur skorað níu mörk í 15 leikjum fyrir PSV á tímabilinu og hefur hjálpa PSV í efsta sæti hollensku deildarinnar.

Brighton hefur skorað næst fæst mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Ljóst er að með sölunni á Locadia skapast meira pláss fyrir Albert Guðmundsson hjá PSV en hann hefur verið ein skærasta stjarna varaliðs PSV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner