Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. janúar 2018 08:10
Magnús Már Einarsson
Moura til Man Utd eða Tottenham?
Powerade
Lucas Moura gæti verið á leið í enska boltann.
Lucas Moura gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Jean Michael Seri er eftirsóttur.
Jean Michael Seri er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að dæla út slúðri. Hér er föstudagsslúðrið.



Chelsea vill fá Edin Dzeko framherja Roma en Michy Batshuayi gæti farið í skiptum. (Sky ItalIa)

Peter Crouch (36) framherji Stoke gæti farið til Chelsea eftir að meiðsli komu í veg fyrir að Andy Carroll (29) myndi ganga í raðir félagsins. (Telegraph)

Manchester City hefur lýst yfir áhuga á Emre Can (24) miðjumanni Liverpool en hann verður samningslaus í sumar. Ef Can fer þá gæti Liverpool krækt í Leon Goretzka (22) miðjumann Schalke. (Mirror)

Tottenham er að berjast við Manchester United um Lucas Moura (25) leikmann PSG. (L'Equipe)

Alexis Sanchez (29) þarf að æfa með unglingaliði Arsenal á meðan hann bíður eftir félagaskiptunum til Manchester United. (Times)

United er á undan Liverpool og Chelsea í baráttunni um Jean-Michael Seri (26) miðjumann NIce. Manchester City ætlar einnig að gera atlögu að því að fá Seri. (Mirror)

Chelsea gæti farið í félagaskiptabann eftir að hafa brotið reglur um samninga á erlendum leikmönnum sem eru yngri en 18 ára. (Guardian)

Brighton hefur áhuga á Jurgen Locadia (24) framherja PSV Eindhoven. (De Telegraaf)

Paulo Dybala (24) þarf að biðja um sölu frá Juventus ef hann vill ganga í raðir Manchester United. (La Gazetta Dello Sport)

Arsenal er einu skrefi nær því að fá Pierre-Emerick Aubameyang (28) en hann verður ekki í leikmannahópi Borussia Dortmund gegn Hertha Berlin í kvöld. (Bild)

Arsenal er nálægt því að ganga frá nýjum samningum við Mesut Özil (29) og Jack Wilshere (26). (Sun)

Newcastle vill fá Aaron Lennon (30) á láni frá Everton sem og Islam Slimani (29) á láni frá Leicester. (Shields Gazette)

Besiktas og Watford vilja líka fá Slimani. (Daily Star)

WBA er í viðræðum við Basel um hægri bakvörðinn Michael Lang (Mail)

David Wagner, stjóri Huddersfield, hefur útilokað að fá fleiri menn í janúar en félagið hefur verið orðað við Neven Subotic (29) varnarmann Dortmund. (Huddersfield Examiner)

David De Gea (27), markvörður Manchester United segir að það sé sérstakt að vera hluti af félaginu. De Gea hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á förum. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner