Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. janúar 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mourinho segir Shaw einn besta vinstri bakvörð heims
Shaw er 22 ára.
Shaw er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að Luke Shaw sé einn af bestu vinstri bakvörðum heims og skorar á hann að halda áfram á sömu braut.

Shaw var lengi ekki í náðinni hjá Mourinho en hefur byrjað síðustu fimm leiki Manchester United.

„Hann hefur spilað mjög vel. Hann hefur bætt sig mikið í þessum leikjum eftir að hann fór að spila reglulega. Hann er traustur, orðinn mikli öflugri andlega og líkamlega," segir Mourinho.

„Þá hefur taktískur skilningur hans á leiknum orðið meiri. Hann er farinn að þekkja hvað við þurfum á vissum köflum og kringumstæðum. Ég er mjög ánægður og á þessari stundu get ég ekki séð marga vinstri bakverði sem eru betri en Luke Shaw."

Shaw verður væntanlega í byrjunarliði United sem leikur gegn Burnley á morgun.
Athugasemdir
banner
banner