Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. janúar 2018 13:23
Elvar Geir Magnússon
Pele á sjúkrahúsi
Pele hefur farið í ýmsar skoðanir en ekkert bendir til þess að hann sé alvarlega veikur.
Pele hefur farið í ýmsar skoðanir en ekkert bendir til þess að hann sé alvarlega veikur.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Pele er á sjúkrahúsi.

Pele er að margra mati besti fótboltamaður heims en hann er eini leikmaðurinn sem þrisvar hefur orðið heimsmeistari.

Pele er 77 ára og féll í yfirlið vegna streitu. Hann átti að ferðast til London um helgina og vera viðstaddur kvöldverð honum til heiðurs sem samtök íþróttafréttamanna í Bretlandi standa fyrir.

Pele hefur farið í ýmsar skoðanir en ekkert bendir til þess að hann sé alvarlega veikur.

Hann hefur undanfarin ár farið á sjúkrahús vegna nýrna- og blöðruhálskirtilsvandamála.

Á 21 árs ferli sem fótboltamaður skoraði Pele 1.281 mark í 1.363 leikjum. Þar á meða 77 mörk í 91 leik fyrir landslið Brasilíu. Hann hjálpaði þjóð sinni að vinna HM 1958, 1962 og 1970.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner