Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. janúar 2018 19:30
Ingólfur Stefánsson
Pep: Hamingjuóskir til United og Sanchez
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City hefur tjáð sig um líklega félagsskipti Alexis Sanchez til Manchester United. City voru lengi líklegasti áfangastaður Sanchez en nú bendir allt til þess að leikmaðurinn endi hjá nágrönnunum í United.

Guardiola reiknar með því að Sanchez endi hjá United og segir að þrátt fyrir það sé ekkert ill á milli þeirra.

Sanches lék undir stjórn Guardiola hjá Barcelona á sínum tíma en City eru taldir hafa dregið sig úr kapphlaupinu um leikmanninn vegna hækkandi kostnaðar við kaupin.

„Ég er ekki sá rétti til að tala við með peningaupphæðirnar. Það eina sem ég veit er að núna er Alexis Arsenal maður en ég reikna með að bráðum verði hann leikmaður Manchester United. Hamingjuóskir til þeirra" segir Guardiola.

Guardiola neitar því að hafa orðið fyrir vonbrigðum með ákvörðun Sanchez.

„Álit mitt á Sanchez er enn það sama. Það var ánægjulegt að vinna með honum hjá Barcelona en hann hefur ákveðið að fara núna í annað félag svo gangi honum vel."


Athugasemdir
banner
banner